Töfrabörn er nýtt fræðslu- og ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í að styrkja & valdefla börn og ungmenni.
Leiðarljós Töfrabarna er að auka vellíðan barna og kynna þeim fyrir töfraverkfærum sem efla seiglu, tilfinningafærni, styrkja sjálfsmynd ásamt því að veita börnum þjálfun í að tjá sig á skapandi og töfrandi hátt. Vertu velkomin að taka þátt í töfraferðalaginu með okkur.
Okkar uppáhalds töfraverkfæri er Töfraspilið sem við hönnuðum sérstaklega fyrir börn til að tengjast, auka vellíðan, efla styrkleika sína og læra félagsfærni í gegnum leik og sköpun.

Töfraspilið er einfalt og skemmtilegt spil sem ýtir undir leik og sköpun byggt á sannreyndum æfingum sem auka vellíðan, bæta félagsfærni og efla styrkleika. KAUPA

Töfrabörn standa fyrir fræðslu, námskeiðum og fyrirlestrum þar sem börn, ungmenni, foreldrar og fagfólk fá að kynnast töfraverkfærum til að styrkja félagsfærni, jákvæða sjálfsmynd, efla styrkleika og vellíðan.
Töfrabörn byggir starfsemi sína á fræðilegum grunni velsældarfræða, kenningum um endurhæfandi áhrif náttúru og aðferðum sem tengjast hæglæti og núvitund. Jafnframt er lögð áhersla á skapandi nálganir og mannkostamenntun.
Töfraverkfærin okkar
Töfrabörn
tofrabornin@gmail.com
s.8412217